fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Víkingar sendu leikmenn til Eyja degi fyrir leik og borguðu fyrir þá hótel – Það skilaði sér á 95 mínútu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikmenn Víkings fóru degi fyrir leik til Vestmannaeyja til að hvíla sig betur fyrir leik liðsins gegn ÍBV á mánudag í Bestu deild karla. Með þessu vildu Víkingar reyna að hvíla menn betur og sleppa við bátsferð á leikdegi.

Þetta kom fram í Þungavigtinni en þar segir að Nikolaj Hansen framherji liðsins sem skoraði sigurmarkið á 95 mínútu hafi gist í Eyjum degi fyrir leikinn.

„Degi fyrir leik fara þeir leikmenn sem vilja og gista á hóteli og slaka á. Svona getur skilið á milli, Hansen var að sofa út í Eyjum. Hann skorar svo sigurmarkið, þetta telur,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í þættinum.

Mikael Nikulásson segir að sigur Víkings hafi sannað að þarna séu meistaraefnin.

„Ég kalla þetta meistaratakta, það er ekki vælt í eina sekúndu yfir grasvellinum. Þeir mæta með sitt besta lið og taka á Eyjamönnum eins og Eyjamenn taka á, Víkingar spila mjög góðan leik.“

Víkingur eru með fullt hús stiga eftir sex umferðir og hafa virkað afar sannfærandi, liðið hefur aðeins fengið á sig mark í einum leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“