fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Góðar líkur á því að Arsenal selji Granit Xhaka í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 10:30

Granit Xhaka. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möguleiki er á því að Granit Xhaka yfirgefi herbúðir Arsenal í sumar þrátt fyrir að hafa verið í afar stóru hlutverki á þessu tímabili. Bayer Leverkusen vill fá hann.

Segir í fréttum að Xhaka sé til í að fara til Þýskalands þar sem hann getur fengið. langtímasamning.

Xhaka er þrítugur en Arsenal vill fá Declan Rice á miðsvæðið, það gæti orðið til þess að Xhaka spili minna en áður.

Getty

Xhaka hefur blómstrað undanfarna mánuði hjá Arsenal eftir nokkuð erfiða tíma þar sem Xhaka fór meðal annars í stríð við stuðningsmenn félagsins.

Mikel Arteta stjóri Arsenal sagður vilja fá Rice og einn annan miðjumann í sumar samkvæmt fréttum.

Xhaka á bara eitt ár eftir af samningi sínum en hann kom til Arsenal árið 2016 frá Borussia Monchengladbach.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga