fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Ræddu framtíð Rúnars – „Getur ekki vaknað fúll á mánudagsmorgni og rekið Rúnar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. maí 2023 17:00

Rúnar á góðri stundu sem þjálfari KR. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Dr. Football fór fram umræða um Rúnar Kristinsson þjálfara KR og framtíð hans. Á samfélagsmiðlum er mikið rætt um framtíð hans sem þjálfara KR.

Stórveldið úr Vesturbænum er aðeins með 4 stig eftir fyrstu sex leiki sína í deildinni. Í gær tapaði liðið 5-0 fyrir Val. Það gæti farið svo að liðið verði í fallsæti þegar þessari umferð lýkur í kvöld með fjórum leikjum.

Stöðu Rúnars er því velt upp. „Þú getur ekki vaknað fúll á mánudagsmorgni og rekið Rúnar Kristinsson, það þarf að vera eitthvað plan,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football í dag.

Hrafnkell Freyr Ágústsson segir að það muni ekki laga neitt að reka Rúnar. „Það er ekki að fara að laga neitt, hvern eiga þeir að fá í staðinn?.“

Albert Brynjar Ingason telur enga lausn vera í því að reka Rúnar. „EF þeir myndu láta Rúnar fara þá myndi Ole Martin taka við og Pálmi kæmi inn sem aðstoðarmaður, það er það sem ég held að það myndi gerast. Mér finnst ekki að það eigi að gerast,“ sagði Albert.

Ole Martin tók við sem aðstoðarþjálfari KR í vetur og mikið hefur verið látið með hann, Albert bendir hins vegar á þetta.

„Ég held að Ole Martin, það er mikið talað um að hann sé með Rúnari í þessu. Það ætti kannski að skoða það, hann hefur komið með Olav Öby og markvörðinn. Báðir litið illa út, kannski ætti Rúnar að taka í taumana,“ sagði Albert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza
433Sport
Í gær

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð

Liverpool mjög nálægt því að kaupa öflugan hægri bakvörð