fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Velta því upp hvort leikmaður Liverpool hafi búið til annan hausverk fyrir Klopp um helgina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. maí 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo lék á miðjunni fyrir Liverpool í sigri liðsins á Brentford í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Liðið vann 1-0 og heldur í von um að ná Meistaradeildarsæti, sérstaklega eftir tap Manchester United gegn West Ham í gær.

Gakpo gekk í raðir Liverpool frá PSV í janúar fyrir 35 milljónir punda. Hefur hann skorað sex mörk og lagt upp tvö hingað til, en Hollendingurinn hefur leikið í stöðu fremsta manns sem og vinstra megin í þriggja manna framlínu að mestu.

Á laugardag byrjaði Gakpo hins vegar neðar á vellinum og var hægra megin á miðju sem innihélt einnig Fabinho og Curtis Jones.

Þótti hann standa sig afar vel. Eru það afar jákvæðar fréttir fyrir Liverpool sem hefur verið í miklum vandræðum á leiktíðinni, sérstaklega á miðjunni.

Getty Images

Því er þá velt upp í enskum miðlum hvað fjölhæfni Gakpo gæti þýtt fyrir sumarglugga Liverpool.

Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain og James Milner eru allir á förum. Það er því alveg ljóst að Jurgen Klopp nær í miðjumann í sumar.

Alexis Mac Allister er talinn líklegur til að koma á Anfield frá Brighton en það verður líklega ekki nóg.

Það er óljóst hvort Klopp sjái Gakpo sem mann sem getur leyst reglulega af á miðjunni eða hvort þetta hafi einungis verið til að brúa bilið í einum leik á meðan mikil vandræði eru með miðjumenn.

Sjái Klopp Gakpo sem sóknarmann til frambúðar eru allar líkur á að Liverpool fái fleiri en einn miðjumann í sumar.

Því hefur einnig verið velt upp hvort Trent Alexander-Arnold geti að einhverju leyti leyst miðjuvandræði Liverpool. Hann hefur verið að draga sig innar á völlinn í stöðu bakvarðar og heillað í því hlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn