fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Ætlar aldrei aftur til heimalandsins eftir ógeðsleg skilaboð og hótanir – ,,Ég vil aldrei snúa aftur“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. maí 2023 14:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willian, leikmaður Fulham, ætlar aldrei að snúa aftur til heimalandsins, Brasilíu, eftir áreitið sem hans fjölskylda þurfti að upplifa á síðasta ári.

Willian yfirgaf Arsenal árið 2021 og samdi við Corinthians í heimalandinu þar sem hann lék 45 leiki og skoraði eitt mark.

Stuðningsmenn Corinthians voru ekki sáttir með frammistöðu leikmannsins og byrjuðu að hóta honum og hans fjölskyldu á samskiptamiðlum.

,,Í hvert skipti sem Corinthians tapaði og ég stóð mig ekki vel þá fékk fjölskyldan mín morðhótanir,“ sagði Willian.

,,Fyrst var það eiginkona mín og svo dætur mínar og síðar faðir minn og systir mín. Ég vil aldrei snúa aftur til Brasilíu.“

,,Ég ákvað að snúa aftur til uppeldisfélagsins og þeir vildu einnig fá mig aftur. Ég var þó alltaf að hugsa um að enda ferilinn í Evrópu.“

,,Nú er hugmyndin að klára ferilinn hér eða í Bandaríkjunum eða einhvers staðar. Ef það verður á Englandi þá væri það fullkomið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur