fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Öllum tækjum Samstöðvarinnar stolið í innbroti – „Ólíklegt er að innbrotið hafi verið framið aðeins í auðgunarskyni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. maí 2023 14:05

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í Samstöðina, fjölmiðil Sósíalistaflokksins, í nótt og flest öllum tækjum í stúdíói stöðvarinnar stolið og kaplar eyðilagðir. Þetta kemur fram á vef Samstöðvarinnar og segir að dagskrá Samstöðvarinnar muni liggja niðri næstu daga á meðan safnað er fyrir nýjum tækjum.

„Svo sem allt sem við áttum var tekið og svo var annað eyðilagt,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar. „Þetta voru myndavélar, hljóðmixerar og annað sem við höfum safnað upp á löngum tíma. Ætli tapið séu ekki nokkrar milljónir í peningum talið. Samstöðin er rekin fyrir styrki og stuðning hlustenda í gegnum Alþýðufélagið og á enga digra sjóði að sækja í.“

Segir að ólíklegt sé að innbrotið hafi verið framið í auðgunarskyni. Endursölumarkaður á tækjum sem þessum sé þannig að ólíklegt sé að þjófarnir fengju nema brot af kostnaðinum við að byggja upp stúdíóið. Gunnar Smári segir enn fremur á vef Samstöðvarinnar:

„Ég vildi að ég gæti sagt að við getum byrjað útsendingu strax á mánudag en ég veit bara ekki hvort við ráðum við það. Samstöðin er fátæk og á illa við þessum áföllum. Þau tæki sem voru eyðilögð eða stolið kosta hvert um sig ekki mikið, eru sum gömul og hæpið að við fáum þetta tjón bætt í gegnum tryggingar. Og ef ég þekki tryggingafélögin rétt myndi það taka okkur vikur, mánuði og ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos