fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Öllum tækjum Samstöðvarinnar stolið í innbroti – „Ólíklegt er að innbrotið hafi verið framið aðeins í auðgunarskyni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. maí 2023 14:05

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í Samstöðina, fjölmiðil Sósíalistaflokksins, í nótt og flest öllum tækjum í stúdíói stöðvarinnar stolið og kaplar eyðilagðir. Þetta kemur fram á vef Samstöðvarinnar og segir að dagskrá Samstöðvarinnar muni liggja niðri næstu daga á meðan safnað er fyrir nýjum tækjum.

„Svo sem allt sem við áttum var tekið og svo var annað eyðilagt,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar. „Þetta voru myndavélar, hljóðmixerar og annað sem við höfum safnað upp á löngum tíma. Ætli tapið séu ekki nokkrar milljónir í peningum talið. Samstöðin er rekin fyrir styrki og stuðning hlustenda í gegnum Alþýðufélagið og á enga digra sjóði að sækja í.“

Segir að ólíklegt sé að innbrotið hafi verið framið í auðgunarskyni. Endursölumarkaður á tækjum sem þessum sé þannig að ólíklegt sé að þjófarnir fengju nema brot af kostnaðinum við að byggja upp stúdíóið. Gunnar Smári segir enn fremur á vef Samstöðvarinnar:

„Ég vildi að ég gæti sagt að við getum byrjað útsendingu strax á mánudag en ég veit bara ekki hvort við ráðum við það. Samstöðin er fátæk og á illa við þessum áföllum. Þau tæki sem voru eyðilögð eða stolið kosta hvert um sig ekki mikið, eru sum gömul og hæpið að við fáum þetta tjón bætt í gegnum tryggingar. Og ef ég þekki tryggingafélögin rétt myndi það taka okkur vikur, mánuði og ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd