fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Ekki búið spil ef Arsenal sigrar í dag – „Ég ætla ekki að fara að vera með einhvern töffaraskap“

433
Sunnudaginn 7. maí 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.

Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.

Þrátt fyrir stórkostlega leiktíð Arsenal virðist Manchester City ætla að verja Englandsmeistaratitil sinn aftur. Skytturnar áttu afar slæman aprílmánuð og eru nú stigi á eftir City, sem einnig á leik til góða.

„Þetta er bara búið. Miðað við taktinn í þeim eru þeir ekkert að fara að tapa mörgum stigum, ef einhverjum,“ segir Hrafnkell.

Hjörvar er ekki alveg tilbúinn að taka undir það.

„Ég ætla ekki að segja að þetta sé búið. Ég ætla að bíða eftir leiknum á sunnudag á milli Newcastle og Arsenal. Ef Arsenal vinnur þann leik, sem ég geri ekkert endilega ráð fyrir, þá erum við með mót. City á eftir að mæta Brighton á útivelli. Brighton gæti unnið Real Madrid á Bernabeu á deginum sínum. Ég ætla ekki að fara að vera með einhvern töffaraskap og segja að þetta mót sé búið. Það er langt því frá að vera búið.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
Hide picture