Kærasti Svölu er Alexander Egholm Alexandersson, kallaður Lexi Blaze. Hann varð 25 ára í gær og sagðist vera aðeins rétt að byrja.
Svala og Alexander hafa verið saman síðan síðasta sumar, en fyrstu fregnir um samband þeirra bárust í lok júní 2022.
Söngkonan veitti fylgjendum sjaldséða innsýn í samband þeirra með því að birta skemmtilegar myndir á Instagram.
„Til hamingju með daginn ástin mín,“ sagði Svala og bætti við að hún væri þakklát fyrir hann.
Turtildúfurnar fóru út að borða í gær og birtu einnig nokkrar myndir frá gærkvöldinu.
Fókus óskar Alexander innilega til hamingju með afmælið í gær.