fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Telur að Ágúst Gylfason verði ekki rekinn úr Garðabænum eftir kvöldið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 21:28

Ágúst Gylfason. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er í neðsta sæti bestu deildarinnar eftir fimm umferðir, liðið hefur fengið næst flest mörk á sig og virðist ekki í góðu jafnvægi.

Á Stöð2 Sport er byrjað að velta því fyrir sér hvort Ágúst Gylfason verði rekinn úr starfi sem þjálfari Stjörnunnar

„Fyrir mótið talaði ég um að þeir gætu orðið spútnik lið, það eru bar afimm leikir búnir,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sérfræðingur á Stöð2 Sport.

Ágúst er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Stjörnunnar en hann hefur unnið gott starf í Garðabæ fram að þessu. Gunnar Heiðar telur að Ágúst verði þó ekki rekinn eftir kvöldið.

„Þú mátt ekki tapa mörgum leikjum svo þú hellist aftur úr lestinn, ég segi nei, þú veist samt aldrei. Þetta er fljótt að gerast í fótboltanum,“ sagði Gunnar Heiðar.

Stjarnan er með þrjú stig eftir fimm umferðir, liðið hefur skorað sjö mörk og fengið á sig tíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina