fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ólafur og fatlaður sonur hans voru bornir út úr leiguhúsnæði í gær – „Endist ekki lengi svona“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 15:00

Ólafur Ögmundsson. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Snævar Ögmundsson, 79 ára gamall maður, og Auðunn sonur hans, sem notast við hjólastól vegna hreyfihömlunar, voru í gær bornir út úr leiguhúsnæði Ölmu leigufélags við Hátún. Alma framkvæmdi útburðinn á félögunum með aðstoð sýslumanns og lögreglu.

Fréttin.is greindi frá þessu í gær og tók atburðinn upp á tvö myndskeið sem finna má neðst í fréttinni. Í fréttinni segir:

„Málavextir eru þeir að Ólafur Snævar Ögmundsson leigutaki fékk íbúðina á leigu fyrir um þremur árum síðan. Hann hafði skellt sér í heimsókn til sonar síns sem þá bjó á Spáni, en veiktist svo harkalega í ferðinni, sem varð til þess að hann varð að leggjast inn á spítala í um þrjár vikur og þurfti einnig að greiða sjúkrahúskostnað á Spáni.

Vegna veikindanna náði Ólafur ekki að greiða leigu í tvo mánuði og fékk því innheimtubréf. Ólafur leitaði þá til umboðsmanns skuldara sem gekk í málið fyrir hann, og hafði umboðsmaðurinn í kjölfarið samband við Alma leigufélag, og tjáði þeim að skuldin yrði greidd að fullu.“

Ólafur segir að Alma hafi fengið loforð frá Umboðsmanni skuldara um að skuldin yrði greidd en samt hafi Alma ákveðið að krefjast útburðar á feðgunum. Rétt er þó að taka fram að ráðgjöf Umboðsmanns skuldara felur ekki í sér lánveitingu til greiðslu skulda, eins og kemur fram á heimasíðu embættisins.

 

Greiddi 50 þúsund krónur fyrir hótelherbergi

DV ræddi málið stuttlega við Ólaf í dag og staðfesti hann frásögn Fréttarinnar af málinu og sagði hana vera rétta í einu og öllu. Hann skýrði jafnframt út fyrir DV að ekki væri um að ræða vangoldna leigu fyrir síðustu tvo mánuði heldur hefði skuldin komið til á eldra tímabili, eftir að hann veiktist hastarlega af Covid í ferð til Spánar. „Ég lá á spítala í þrjár vikur, ég ruglaðist því hugurinn var ansi þokukenndur,“ segir Ólafur í spjalli við DV og upplýsir jafnframt að hann hafi á sínum tíma greitt 200 þúsund króna tryggingu til leigufélagsins.

Engin lausn er í sjónmáli á vanda feðganna. „Ég talaði við félagsþjónustuna en það er ekkert laust og margra mánaða bið,“ segir Ólafur en útburðaraðilar í gær bentu honum á gistiskýlin. Hann segist ekki koma til greina að búa þar. Tekið skal fram að hvorki Ólafur né sonur hans eru í óreglu og Ólafur hefur ekki bragðað áfengi áratugum saman.

„Ég fann hótelherbergi í Reykjanesbæ þannig að við höfum þak yfir höfuð fram á morgun. Þetta kostaði mig 50 þúsund krónur,“ segir Ólafur. Aðspurður segist hann ekki hafa ráð á slíkri gistingu nema í örstuttan tíma. „Þetta endist ekki lengi svona,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“