fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þessar þrjár stjörnur vill Sheik Jassim kaupa til United ef hann eignast félagið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 11:00

Sheik Jassim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheik Jassim sem vonast eftir því að kaupa Manchester United er stórhuga þegar kemur að leikmannamálum félagsins. Hann vill ekki kaupa Neymar eins og sögur hafa verið um.

Jassim frá Katar er samkvæmt Bild með þriggja manna lista af stórstjörnum sem hann vill helst fá til Manchester United.

Bild segir að Jassim vilji fá Kylian Mbappe frá PSG en hann vill einnig fá Kingsley Coman miðjumann FC Bayern.

Þá er Eduardo Camavinga miðjumaður Real Madrid einnig á lista hjá Sheik Jassim sem virðist stórhuga takist honum að kaupa félagið. Það kemur í ljós á næstu dögum hvaða ákvörðun Glazer fjölskyldan tekur.

Félagið hefur verið í söluferli í heilt ár en á næstunni virðist koma í ljós hvort SHeik Jassim eignist félagið eða Sir Jim Ratcliffe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina