fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Auknar tekjur en laun lækka á milli ára – Hagnaður af rekstrinum góður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. maí 2023 09:00

Hafliði Breiðfjörð á 95 prósent í vefnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótbolti ehf sem heldur utan um rekstur vefsíðunnar Fótbolta.net hefur birt ársreikning sinn fyrir rekstrarárið 2022. Vefurinn hefur notið mikilla vinsælda um langt skeið en hefur undanfarin ár ekki viljað taka þátt í opinberum mælingum.

Á árinu 2022 nam hagnaður af rekstri félagsins 6,0 millj. kr en launagreiðslur til starfsmanna drógust saman á milli ár sem vekur nokkra athygli.

„Lesendum var áfram gefinn kostur á að styrkja miðilinn með frjálsum framlögum á árinu 2022. Alls námu þessir styrkir á árinu tæplega 3 millj. kr. (2021, 4,1 millj. kr.). Auk þess sem styrkur fékkst frá Fjölmiðlanefnd að upphæð 5,7 millj. kr. Eftirleiðis sem hingað til eru allar tekjur nýttar til að auka umfjöllun og efla vefinn,“ segir í ársreikningi félagsins.

Eins og fyrr segir var hagnaður af rekstri vefsins rúmar 6 milljónir sem er álíka upphæð og styrkurinn frá ríkinu var til Fótbolti EHF. Hafliði Breiðfjörð Guðmundsson á 95 prósent í Fótbolta EHF og Magnús Már Einarsson fyrrum ritstjóri vefsins á 5 prósent.

Vefurinn sem rekur sig aðallega á auglýsingatekjum var með 60 milljónir í slíkar tekjur á síðasta ári eða um 5 milljónir á mánuði.

Tekjur Fótbolta.net á síðasta ári voru tæpar 71 milljón og hækkuðu um tvær milljónir á milli ára. Laun og launatengd gjöld voru rúmar 32 milljónir á síðasta ári og lækkuðu um 1,5 milljón á milli ára.

Sagt er í ársreikningi Fótbolta EHF að launuð störf séu 4,6 í heild. Meðallaun starfsmanna vefsins voru því rúmar 584 þúsund krónur á mánuði í fyrra. Við vefinn starfa svo margir hlutastarfsmenn en annar rekstrarkostnaður var um 18 milljónir.

Ársreikningurinn er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift