fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Telur sig ekki fá að mæta í vinnuna aftur – Var sakaður um hrottalegt ofbeldi en lögreglan felldi málið niður

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. maí 2023 12:00

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood framherji Manchester United hefur sagt vinum sínum að hann muni aldrei aftur spila fyrir félagið. Ensk götublöð fjalla um málið.

Hann telur að United vilji ekki nota sig eftir að grófar ásakanir á hann komu upp. Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í rúmt ár eftir að hafa verið handtekinn. grunaður um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Lögregla felldi málið niður á dögunum þegar lykilvitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu á borð lögreglunnar.

United hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð hins 21 árs gamla sóknarmanns. United vill hleypa Greenwood á æfingar en hann hefur verið í banni hjá félaginu frá því í janúar árið 2022 þegar hann var handtekinn.

United rannsakar málið sjálft og skoðar hvort þessi 21 árs gamli leikmaður eigi afturkvæmt hjá félaginu. Hann telur að félagið vilji ekki nota sig framar.

Fari svo að United vilji losna við hann virðist nokkur fjöldi félaga vilja taka hann en lið frá Tyrklandi hafa einnig sýnt mikinn áhuga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona