fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Gjaldþrota og á ekki neitt en fær góða hjálp frá vinum – Rashford gaf ríflegan afslátt á leigunni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. maí 2023 10:00

Wes Brown. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford framherji Manchester United leigi nú Wes Brown fyrrum varnarmanni félagsins eina af íbúðum sínum og er það á afsláttarkjörum. Brown var á dögunum úrskurðaður gjaldþrota.

Brown er 43 ára gamall og lék fyrir aðallið Manchester United í fimmtán ár á knattspyrnuferli sínum. Varnarmaðurinn var til að mynda hluti af gullaldarliði Sir Alex Ferguson.

Michael Carrick og Wayne Rooney fyrrum samherjar Brown eru sagðir hafa rétt honum hjálparhönd og afslátturinn af leigunni kemur sér vel.

Brown þénaði lengi vel því sem nemur 8,5 milljónum íslenskra króna á viku Old Trafford. Nú hefur hann hins vegar verið úrskurðaður gjaldþrota fyrir rétti.

Brown lék alls 362 leiki fyrir United og náði frábærum árangri. Kappinn er með fimm Englandsmeistaratitla, tvo Evrópumeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarbikarmeistaratitla á bakinu.

Brown gekk í gegnum skilnað á síðasta ári við eiginkonu sína og fór illa út úr fasteignaverkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær