fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Lýsa stórfurðulegri hegðun – Heimtaði að fá að vita hversu oft þau stunduðu kynlíf

433
Föstudaginn 28. apríl 2023 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur margt gengið á hjá Tottenham undanfarin ár. The Upshot tók saman nokkrar magnaðar sögur úr herbúðum félagsins.

Goðsögnin Jose Mourinho tók við sem stjóri liðsins árið 2019. Eftir góða byrjun fór margt úrskeiðis og andrúmsloftið súrnaði. Heung-Min Son, einn dáðasti leikmaður Tottenham, lenti til að mynda í slagsmálum við Hugo Lloris í klefanum í eitt skiptið.

Þá óð Eric Dier upp í stúku til að ná í skottið á stuðningsmanni Tottenham sem hafði verið með leiðindi er Norwich henti þeim úr leik í bikarnum.

Skömmu síðar kom Dier sér aftur í fréttirnar þegar hann yfirgaf miðjan leik um tíma til að sinna þörfum sínum á klósettinu.

Tottenham hefur ekkert unnið síðan 2008 en 2021 komst liðið í úrslitaleik deildabikarsins. Skömmu fyrir hann rak félagið Mourinho og réði Ryan Mason í hans stað. Liðið tapaði.

Titlaleysið hefur dregið dilk á eftir sér og mátti til að mynda sjá styrktaraðila Tottenham, Dulux, gera grín að því á samfélagsmiðlum.

Nuno Espirito Santo tók við sumarið 2021 og hafði stjarna liðsins Harry Kane lítinn áhuga á því. Hann bað um að fara en þökk sé umboðsmanni sínum og bróður var hann bundinn Tottenham til langs tíma.

Nuno entist í aðeins fjóra mánuði áður en Antonio Conte kom inn. Honum fylgdi mikið drama. Hann vildi til að mynda vita hversu oft leikmenn stunduðu kynlíf. Það var skellur fyrir Dele Alli, þá leikmann Tottenham, sem var nýbyrjaður að hitta dóttur Pep Guardiola.

Fleiri magnaðar sögur eru í meðfylgjandi þræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt