fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Þetta heyrði Illugi í heita pottinum – „Alltaf skaltu vera jafn djöful merkileg með þig“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 18:15

Illugi Jökulsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, deildi skemmtilegri sögu í færslu á Facebook. Vilja sumir vina hans meina að rithöfundurinn hafi tekið sér skáldaleyfi. En hvort sem sagan er sönn eða ekki, þá er hún skemmtileg. Og eins og þeir vita sem stunda heitu pottana, þá eiga sér oft stað þar skemmtilegar og merkilegar umræður.

Gefum Illuga orðið:

Í heita pottinum rétt áðan sat kona  líklega komin nærri áttræðu, og dormaði. Þá kemur önnur kona á svipuðu reki og stígur niður í pottinn. Sú fyrri rekur upp stór augu og segir: Nei, Helga mín, ert þú ekki í útlöndum?“ 

Sú seinni hallar undir flatt, fær sér sæti en segir ekkert.

Eftir nokkra stund segir sú fyrri, ögn sár: Þú svarar engu?“ 

Þá sagði sú seinni: Þú spurðir hvort ég væri í útlöndum. Ég þarf ekkert að svara því. Þú sérð að ég er ekki í útlöndum.“ 

Það skall á þögn. Svo segir sú fyrri skyndilega og hirðir ekki um hverjir heyra:

Alltaf skaltu vera jafn djöfull merkileg með þig.“ 

Hin svarar eldsnöggt:

Ég er þó ekki alltaf að þvaðra eintóma andskotans vitleysu.“ 

Það skall aftur á þögn. Svo lengri þögn. Þegar ég var að búast til að fara, heyri ég að sú fyrri segir:

Jæja, Helga mín, hvernig hefurðu það annars?“ 

Og Helga svaraði: Ja, það er nú bara svona mesta furða, vinan.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik