fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Arnar Gunnlaugs: „Það eru greinilega Guðjohnsen gen í honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 20:00

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Borg Guðjohnsen skoraði í síðasta leik Víkings R. gegn KR. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, bindur miklar vonir við hann.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður skoraði þriðja mark bikarmeistara Víkings með frábærri afgreiðslu í 3-0 sigri á KR í Bestu deildinni. Liðið er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir þrjár umferðir.

„Ég hef alltaf sagt að hann hafi ótrúlega hæfileika. Við sáum slúttið hans á móti KR. Það eru greinilega Guðjohnsen gen í honum. Það eru ekki margir sem klára af slíkri yfirvegun,“ segir Arnar í samtali við 433.is í dag.

Arnór Borg Guðjohnsen gekk í raðir Víkings eftir tímabilið 2021. Mynd: Víkingur

Arnór, sem er hálfbróðir goðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen, hefur verið óheppinn með meiðsli en er vonandi að koma sterkur til baka núna.

„Við erum búnir að vera þolinmóðir. Hann er búinn að ganga í gegnum mjög dökka daga síðustu tvö ár. Vonandi er þetta að baki og þá kemur hann til baka sem sterkari persóna og leikmaður sem mun koma til með að hjálpa okkur mjög mikið.“

Ítarlega er rætt við Arnar hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
Hide picture