fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Tuchel ætlar að treysta á Neuer – Sommer gæti farið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 22:30

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, nýr knattspyrnustjóri Bayern Munchen, ætlar að treysta á Manuel Neuer sem markvörð númer eitt þegar hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli.

Neuer er frá út tímabilið. Ósætti er með hann innan raða Bayern, en hann meiddi sig á skíðum á miðju tímabili.

Yann Sommer kom í hans stað frá Borussia Mönchengladbach.

Þrátt fyrir það ætlar Tuchel, sem tók við Bayern af Julian Nagelsmann á dögunum, að velja Neuer fram yfir hann þegar báðir eru til taks.

Gæti þetta þýtt að Sommer fari frá Bayern í sumar, en hann er ekki til í að vera varamarkvörður á eftir hinum 37 ára gamla Neuer.

Tuchel hefur alls ekki farið vel af stað með Bayern. Liðið er dottið úr Meistaradeild Evrópu og þýska bikarnum, auk þess sem liðið er í öðru sæti á eftir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Því hefur verið haldið fram að Tuchel sé þegar undir pressu í stjórastólnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“