fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Tuchel ætlar að treysta á Neuer – Sommer gæti farið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 22:30

Hannes Þór Halldórsson og Manuel Neuer. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, nýr knattspyrnustjóri Bayern Munchen, ætlar að treysta á Manuel Neuer sem markvörð númer eitt þegar hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli.

Neuer er frá út tímabilið. Ósætti er með hann innan raða Bayern, en hann meiddi sig á skíðum á miðju tímabili.

Yann Sommer kom í hans stað frá Borussia Mönchengladbach.

Þrátt fyrir það ætlar Tuchel, sem tók við Bayern af Julian Nagelsmann á dögunum, að velja Neuer fram yfir hann þegar báðir eru til taks.

Gæti þetta þýtt að Sommer fari frá Bayern í sumar, en hann er ekki til í að vera varamarkvörður á eftir hinum 37 ára gamla Neuer.

Tuchel hefur alls ekki farið vel af stað með Bayern. Liðið er dottið úr Meistaradeild Evrópu og þýska bikarnum, auk þess sem liðið er í öðru sæti á eftir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

Því hefur verið haldið fram að Tuchel sé þegar undir pressu í stjórastólnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar