fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Oliver búinn að skrifa undir í Eyjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 15:35

Oliver Heiðarsson skoraði. Mynd/FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Heiðarsson er búinn að skrifa undir hjá ÍBV. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Það var sagt frá því í gær að Oliver væri við það að ganga í raðir ÍBV frá FH.

Viðræður hafa átt sér stað á milli ÍBV og FH og náðist samkomulag að lokum.

Oliver, sem er fæddur árið 2001, skoraði fimm mörk í 31 leik fyrir FH í deild og bikar á síðustu leiktíð.

Hann getur spilað sem kantmaður og framherji. Kappinn hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Bestu deild karla í sumar, báðum sem varamaður. Hann var ónotaður varamaður þegar FH tapaði gegn Fylki í Árbænum í síðustu umferð.

Oliver er sonur Heiðars Helgusonar sem átti afar farsælan feril sem atvinnu og landsliðsmaður í knattspyrnu. Oliver ólst upp á Englandi en lék með Þrótti áður en hann gekk í raðir FH fyrir tímabilið 2021.

ÍBV er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni en liðið vann öflugan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann