fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa náð „góðum árangri“ gegn Rússum í Kherson

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 09:00

Úkraínskur hermaður við víglínuna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn segist hafa náð „góðum árangri“ gegn rússneska hernum á austurbakka Dnipro í Kherson.

Talskona úkraínska hersins sagði í samtali við fjölmiðla á þriðjudaginn að úkraínski herinn hafi náð mjög góðum árangri gegn rússnesku hersveitunum.

„Okkur tókst að hæfa og eyðileggja stórskotaliðsbyssur, skriðdreka, ökutæki, brynvarin ökutæki og loftvarnarkerfi. Með öðrum orðum, vinna okkar við að hreinsa fremstu víglínurnar á austurbakkanum hefur verið ansi öflug en við erum enn að vinna í þessu,“ sagði talskonan, Natalia Humeniuk.

CNN segir að hún hafi einnig sagt að reikna megi með að málin haldi áfram að þróast á næstunni.

Hún sagði að Rússar væru að flytja íbúa á brott frá svæðinu og það geri vinnu úkraínsku hermannanna mun auðveldari. Rússar reyna að hennar sögn að flytja íbúana á sömu staði og rússnesku hersveitirnar eru að flytja sig á. Af þeim sökum sé starf úkraínsku hermannanna auðveldara því Rússarnir geti ekki falið sig á bak við almenna borgara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn