fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa náð „góðum árangri“ gegn Rússum í Kherson

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 09:00

Úkraínskur hermaður við víglínuna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn segist hafa náð „góðum árangri“ gegn rússneska hernum á austurbakka Dnipro í Kherson.

Talskona úkraínska hersins sagði í samtali við fjölmiðla á þriðjudaginn að úkraínski herinn hafi náð mjög góðum árangri gegn rússnesku hersveitunum.

„Okkur tókst að hæfa og eyðileggja stórskotaliðsbyssur, skriðdreka, ökutæki, brynvarin ökutæki og loftvarnarkerfi. Með öðrum orðum, vinna okkar við að hreinsa fremstu víglínurnar á austurbakkanum hefur verið ansi öflug en við erum enn að vinna í þessu,“ sagði talskonan, Natalia Humeniuk.

CNN segir að hún hafi einnig sagt að reikna megi með að málin haldi áfram að þróast á næstunni.

Hún sagði að Rússar væru að flytja íbúa á brott frá svæðinu og það geri vinnu úkraínsku hermannanna mun auðveldari. Rússar reyna að hennar sögn að flytja íbúana á sömu staði og rússnesku hersveitirnar eru að flytja sig á. Af þeim sökum sé starf úkraínsku hermannanna auðveldara því Rússarnir geti ekki falið sig á bak við almenna borgara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin