fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Gjaldþrot bakarís: Engar eignir fundust í búi Fellabaksturs

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok urðu í þrotabúi Fellabaksturs á Egilsstöðum þann 12. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru 84.358.999 kr.

Félagið var lýst gjaldþrota í janúar. Eigandinn, Þráinn Lárusson, sagði þá í viðtali við Austurfrétt að samkeppni við verksmiðjubakarí hefði verið erfið. „Ég held að við höfum verið orðið eina bakaríið á landsbyggðinni sem framleiddi brauð í plastpokum í verslanir. Í byrjun árs fengum við gagnrýni þegar við hættum að keyra brauði niður á firði þannig að verslanirnar gátu ekki fyllt á með okkar brauði eftir áramótin. Því miður gengur það ekki upp að reka bakaríið hér þannig að það selji brauð þegar hin eru ekki til, eftir löng frí eða stórar helgar. Við getum ekki keppt við stóru verksmiðjubakaríin þar sem mannshöndin kemur nánast hvergi nærri heldur tölvur stjórna færiböndunum og brauðin eru send inn á frysti. Á sama tíma eru launahækkanir og síðan hefur allt korn hækkað vegna stríðsins í Úkraínu,“ sagði Þráinn.

Þráinn sagði ennfremur: „Mér finnst mjög sárt að svona hafi farið og við höfum tapað miklum peningum á þessu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða