fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

150 milljarða króna kostnaður við að setja bundið slitlag á tengivegi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 09:00

Nýlagt malbik. Mynd/Vegagerðin/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef miðað er við að meðalkostnaður við að leggja bundið slitlag á hvern kílómetra tengivega, sem eru nú með malarslitlagi, sé 70 milljónir króna mun kosta allt að 150 milljarða að malbika þá 2.118 kílómetra sem eru ekki með bundnu slitlagi í dag.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þingmanns, sem hefur verið dreift á Alþingi.

Guðrún spurði hvenær væri áætlað að ljúka lagningu bundins slitlags á alla héraðs- og tengivegi.

Í svarinu segir að um 35 km af tengivegum hafi verið lagðir bundnu slitlagi árlega síðustu árin. Ef sömu upphæð, 2.500 milljónum, verður áfram varið árlega í verkefnið tekur um 60 ár að ljúka því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“
Fréttir
Í gær

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið

Svona voru afgreiðslustörf árið 1948 fyrir tíma alnetsins – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“