fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Besta deildin: Víkingur slátraði KR – Markasúpur í Árbæ og Garðabæ

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 21:16

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan vann HK í níu mark leik í Bestu deild karla í kvöld. Segja má að frá fyrstu mínútu hafi liðin boðið upp á sýningu.

Ívar Örn Jónsson kom HK yfir strax á þriðju mínútu en Guðmundur Baldvin Nökkvason svaraði fyrir heimamenn með tveimur mörkum.

Aftur var komið að HK og þeir Örvar Eggertsson og Atli Hrafn Andrason skoruðu báðir fyrir leikhlé. Gestirnir með 2-3 forystu þegar gengið var til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik tók Stjarnan völdin og þeir Ísak Andri Sigurgeirsson, Guðmundur Kristjánsson og Adolf Daði Birgisson skoruðu allir. Að auki klikkaði Guðmundur Baldvin á vítaspyrnu þar sem hann hefði getað fullkomnað þrennuna. Atli Arnason lagaði stöðuna fyrir HK í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu en Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar fékk rautt spjald þegar vítið var dæmt, lokastaðan 5-4. Fyrstu stig Stjörnunnar í sumar í hús

Í Víkinni unnu heimamenn 3-0 sannfærandi sigur á KR, heimamenn höfðu öll tök á leiknum en Logi Tómasson, Birnir Snær Ingason og Arnór Borg Guðjohnsen skoruðu mörkin. Víkingar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og eru einir á toppnum í Bestu deildinni.

Í Árbænum vann Fylkir góðan sigur á FH. Fylkir voru án stiga fyrir leik og komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Benedikt Daríus Garðarssyni og Ólafi Finsen.

Gestirnir jöfnuðu með mörkum frá Ólafi Guðmundssyni og Herði Inga Gunnarssyni. Það var hins vegar Ásgeir Eyþórsson kom Fylki aftur yfir og Óskar Borgþórsson skoraði fjórða markið og tryggði 4-2 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum