fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Bloggfærsla Kristjáns um ástandið í Eyjum vekur athygli – „Með því verra sem maður hefur séð í dágóðan tíma“

433
Mánudaginn 24. apríl 2023 19:00

Kristján til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bloggfærsla Kristjáns Inga Gunnarsson, á heimasíðu Breiðabliks vekur mikla athygli. Kristján skrifar þar um leik ÍBV og Breiðabliks sem fram fór í Bestu deild karla í gær.

ÍBV vann þar mjög óvæntan 2-1 sigur á gestunum úr Kópavogi. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir með bakið upp við vegg í deildinni eftir tvö töp í fyrstu þremur umferðum mótsins.

Leikurinn í gær fór fram á hinum glæsilega Hásteinsvelli en eins og aðrir grasvellir á Íslandi er hann ekki í sínu besta standi.

„Ég vissi eiginlega ekki hvernig ég ætti að byrja þessa samantekt ef ég á að vera hreinskilinn. Víti í Vestmannaeyjum, vonbrigði í Vestmannaeyjum, vindur í Vestmannaeyjum eða bara vesen í Vestmannaeyjum,“ skrifar Kristján Ingi í færslu vefsíðunni Blikar.is.

Hann segir að ástandið á vellinum hafi minnt hann á aðstæður sem ættu heima í bumbubolta.

„Það var margt í gangi á Hásteinsvelli í dag sem minnti frekar á bumbubolta en Bestu deild á Íslandi. Þá er ég fyrst og síðast að tala um vallaraðstæður, umgjörð og fleira en svona er bara staðan. Breiðablik fór á þennan völl í fyrra og gerði 0-0 jafntefli og völlurinn var litlu skárri þar sem ekki var búið að slá eða vökva völlinn. Við eigum að vera vön þessu veseni en vallaraðstæður í dag voru með því verra sem maður hefur séð í dágóðan tíma í efstu deild,“
skrifar Kristján.

Kristján fagnar því að ÍBV þurfi líklega ekki að fara aftur til Eyja í sumar. „Það er eiginlega ekki hægt að taka neitt út úr þessum leik við ÍBV vegna þess hvernig aðstæður voru, ég er aðallega bara feginn að vera búinn að fara þangað. Þessir 2 leikir á móti HK og ÍBV fara í reynslubankann og mótið er rétt að byrja ef við reynum að vera jákvæð,“ segir Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum