fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Ekki var allt sem sýndist er hann fór í drykkjukeppni við Rooney – Varð haugölvaður og önnur goðsögn kom honum í rúmið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 08:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rod Thornley, fyrrum styrktarþjálfari enska landsliðsins, rifjar upp svakalega sögu af sér og Wayne Rooney í nýju viðtali.

Það var árið 2004 sem þeir félagar voru í flugi eftir að England hafði tryggt sér sæti á Evrópumótinu 2004.

Thornley vildi fagna því með því að fara í drykkjukeppni við Rooney. Þeir röðuðu í sig skotum, eða það hélt Thornley allavega. Rooney þóttist nefnilega aðeins drekka sín skot og horfði upp á þjálfarann verða virkilega ölvaðan.

„Ég var svo glaður því við höfðum tryggt okkur sæti á öðru stórmóti. Við röðuðum skotunum upp og ég raðaði þeim í mig. Ég var 27, 28 ára en hann 18 ára krakki. Á meðan ég drakk mín setti hann sín alltaf til hliðar,“ segir Thornley.

„Ég endaði á að verða haugölvaður og ældi yfir alla vélina.“

Rooney lét sig hverfa eftir flugið og það kom í hlut Gary Neville að koma Thornley heim.

„Gary neville gekk með mig í hjólastól í gegnum flugvöllinn í Manchester. Hann kom mér heim og upp úr rúm. Ég var svakalega fullur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt