fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Sigurður segir þetta vera vantrauststillöguna sem vantar og brýnir þingmenn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með þögn og aðgerðal­eysi svíkja alþing­is­menn aldraða um rétt­mæt lög­fest kjör sín,“ segir Sigurður Tómas Garðarsson eftirlaunaþegi í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður segir að fyrir skömmu höfum við orðið vitni að miklu sjónarspili á Alþingi og RÚV rofið hefðbundna dagskrá Rásar 2 til að útvarpa beint frá umræðum um vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

„Mörg­um þing­mönn­um var heitt í hamsi. Mér varð hugsað til þess dag­lega brauðs sem t.d. elli­líf­eyr­isþegum er boðið upp á í skjóli laga og reglna, sem hvergi eru skrifuð og aðeins finn­ast í hug­ar­heimi stjórn­sýsl­unn­ar. Það væri hugg­un harmi gegn ef þess­ir þing­menn legðu sömu alúð í störf sín við geðþótta­skerðing­ar á út­reikn­ing­um elli­líf­eyr­is hjá Trygg­inga­stofn­un og legðu fram van­traust­stil­lögu á þá ráðherra sem ekki fara að lög­um um al­manna­trygg­ing­ar. Vænt­an­lega myndi RÚV rjúfa hefðbundna dag­skrá og út­varpa einnig beint frá þeim umræðum,“ segir hann í grein sinni.

Sigurður bendir á að frítekjumörk hjá elli­líf­eyr­isþegum séu tvenns kon­ar í lög­un­um.

„Ann­ars veg­ar al­mennt frí­tekju­mark, sem er 25 þúsund krón­ur á mánuði. Eng­in orðskýr­ing er fyr­ir al­mennt frí­tekju­mark í 2. gr. um orðskýr­ing­ar, en lík­lega er átt við orðskýr­ingu um fjár­magn­s­tekj­ur. Hins veg­ar er sér­stakt frí­tekju­mark at­vinnu­tekna, sem í dag er 200 þúsund krón­ur á mánuði. Greiðslur úr skyldu­bundn­um at­vinnu­tengd­um líf­eyr­is­sjóðum falla skattalega und­ir sér­stakt frí­tekju­mark at­vinnu­tekna í 9. tölulið orðskýr­inga um at­vinnu­tekj­ur. Þær vísa í 1. tölulið A-liðar 7. gr. laga um tekju­skatt og þar með und­ir hug­takið at­vinnu­tekj­ur. Hjá stjórn­sýsl­unni (Trygg­inga­stofn­un) eru eft­ir­laun frá skyldu­bundn­um líf­eyr­is­sjóðum rang­lega lát­in fylgja al­mennu frí­tekju­marki þegar kem­ur að frí­tekju­marks­heim­ild­um lag­anna, vænt­an­lega að und­ir­lagi beggja, fé­lags- og fjármálaráðherra. Öflun líf­eyr­is­rétt­inda er bein­tengd at­vinnu manna og al­mennt litið svo á að greiðslur vinnu­veit­anda í líf­eyr­is­sjóð launþega séu end­ur­gjald fyr­ir vinnu, sbr. eft­ir­laun frá fyr­ir­tækj­um, at­vinnu­leys­is­bæt­ur og fæðing­ar­or­lof, sem Trygg­inga­stofn­un reikn­ar til at­vinnu­tekna.“

Sigurður segir að þótt lög um almannatryggingar skilgreini atvinnutekjur og lífeyrissjóðstekjur á mismunandi hátt í orðskýringum sé ekki þar með sagt að frítekjumark vegna atvinnutekna nái ekki til greiðslna úr skyldubundnum atvinnu at­vinnu­tengd­um líf­eyr­is­sjóðum.

„Hið sér­staka frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna er íviln­andi regla borg­ur­un­um til hags­bóta. Líf­eyr­is­greiðslur njóta vernd­ar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis stjórn­ar­skrár­inn­ar. Ef þær eru grund­völl­ur reikni­reglu sem leiðir til skerðing­ar annarra tekna líf­eyr­isþega þá er eign­ar­rétt­ur líf­eyr­isþeg­ans skert­ur. Til þess þarf skýra laga­heim­ild. Leiki vafi á um hvort til­tekið til­vik rúm­ist inn­an regl­unn­ar ætti að leyfa borg­ur­un­um að njóta vaf­ans og skýra regl­una rúmt. Ef aðeins er horft til skil­grein­ing­ar lag­anna á at­vinnu­tekj­um ætti ekki að skerða elli­líf­eyri vegna greiðslna úr skyldu­bundn­um at­vinnu­tengd­um líf­eyr­is­sjóðum fyrr en þær, ásamt öðrum at­vinnu­tekj­um elli­líf­eyr­isþega, fara yfir 2.400.000 kr. á ári.“

Sigurður segir að það sé ekki að ástæðulausu sem ellilífeyrisþegar treysta ekki alþingismönnum.

„Með þögn og aðgerðal­eysi svíkja alþing­is­menn aldraða um rétt­mæt lög­fest kjör sín. Í dag er varla til sá líf­eyr­isþegi sem fær greiðslu frá líf­eyr­is­sjóði und­ir 25.000 kr. á mánuði. Í raun sér Trygg­inga­stofn­un til þess að eng­inn elli­líf­eyr­isþegi njóti frí­tekju­marks fjár­magn­stekna sinna með því að reikna líf­eyr­is­sjóðslaun elli­líf­eyr­isþega sem fjár­magn­s­tekj­ur í stað at­vinnu­tekna, sem er hin lög­festa staða tekn­anna. Bor­in von er að Trygg­inga­stofn­un, eða stjórn­sýsl­an yf­ir­höfuð, hafi frum­kvæði í að leiðrétta þessa lög­leysu. Þar til Alþingi finn­ur stjórn­sýsl­una í fjöru bölva elli­líf­eyr­isþegar í hljóði og treysta alþing­is­mönn­um illa til góðra verka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum