fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður United segir ljóst hvar liðið eigi að styrkja sig og nefnir rétta manninn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manhcester United, telur ljóst að félagið þurfi að bæta við sig framherja í sumar.

Félagið hefur ekki almennilega leyst Cristiano Ronaldo af hólmi, en hann fór undir lok síðasta árs.

„Þeir þurfa framherja. Einhvern sem getur skorað mörk,“ segir Berbatov.

Harry Kane hefur meðal annars verið orðaður við United.

„Það er ekki hægt að tala gegn því að Harry Kane muni skora mörk. Hann er einn sá besti af hans kynslóð, ótrúlegur.

Það eina sem ég hef áhyggjur af er aldur hans. Hann er næstum þrítugur og er ekki að yngjast. Þetta verður áhyggjuefni ef einhver ætlar sér að kaupa hann.“

Berbatov telur að Kane verði áfram í röðum Tottenham.

„Hann er of mikil goðsögn þar. Ef þú hugsar um Spurs hugsar þú um Harry Kane. Hann getur ekki skaðað þessa arfleið.“

Victor Osimhen, sem hefur verið stórkostlegur með Napoli, er rétti maðurinn fyrir United að mati Berbatov.

„Þú þarft einhvern sem skorar mörk og er á réttum aldri svo hann geti þróast og orðið betri og betri. Einhvern sem þú getur notað í mörg ár. Fyrir mér er það Osimhen.

Hann er að eiga ótrúlegt tímabil. Hann er týpa af leikmanni sem ég held að myndi plumma sig hjá United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf