fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Birta mynd af hrikalegum áverkum: „Þetta er bara rán, hann skuldaði þessum mönnum ekki neitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 08:30

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir manns sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás og frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík fyrir skemmstu segir það galið að árásarmennirnir tveir gangi lausir.

Faðirinn ræðir málið í viðtali sem birtist á vef Vísis í morgun en þar birtist einnig mynd af áverkum sem fórnarlamb árásarinnar hlaut.

Mennirnir voru handteknir í lok janúar eftir árásina og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í héraðsdómi í tvær vikur. Gæsluvarðhald var svo framlengt í fjórar vikur en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og hafa árásarmennirnir gengið lausir síðan.

Meðal gagna málsins eru upptökur af árásinni en greint hefur verið frá því að fórnarlambið hafi verið bundinn við stól, stunginn með stálröri, hnífi og broti úr spegli. Þá hafi ristar hans verið brotnar.

Manninum tókst að flýja árásarmennina og gera vart við sig með því að brjóta rúðu í nærliggjandi húsa. Við það virðist maðurinn hafa skorist illa með þeim afleiðingum að mikið blæddi úr slagæð á handleggnum. Var mönnunum sleppt úr gæsluvarðhaldi einmitt vegna þess að ekki lá fyrir hvort alvarlegasti áverkinn væri af völdum árásarmannanna eða vegna rúðunnar sem brotnaði.

Faðir mannsins er ómyrkur í máli í samtali við Vísi og segir að mennirnir hafi reynt að drepa son hans. Ekki hafi verið um neina innheimtu að ræða heldur hreinræktað rán.

„Sonur minn er fenginn til að koma í Vatnagarða þar sem einn árásarmannanna bjó. Þá er hann tekinn, negldur niður í stól og það var búið að undirbúa þetta. Þetta er bara rán, hann skuldaði þessum mönnum ekki neitt. Þeir voru næstum búnir að drepa hann,“ segir hann í viðtalinu við Vísi en sonur mannsins og annar árásarmannanna eru æskuvinir og voru saman í grunnskóla í Garðabæ.

Nánar er rætt við föðurinn á vef Vísis og einnig við Grím Grímsson yfirlögregluþjón um gang rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn