fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Birta mynd af hrikalegum áverkum: „Þetta er bara rán, hann skuldaði þessum mönnum ekki neitt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 08:30

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir manns sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás og frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík fyrir skemmstu segir það galið að árásarmennirnir tveir gangi lausir.

Faðirinn ræðir málið í viðtali sem birtist á vef Vísis í morgun en þar birtist einnig mynd af áverkum sem fórnarlamb árásarinnar hlaut.

Mennirnir voru handteknir í lok janúar eftir árásina og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í héraðsdómi í tvær vikur. Gæsluvarðhald var svo framlengt í fjórar vikur en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og hafa árásarmennirnir gengið lausir síðan.

Meðal gagna málsins eru upptökur af árásinni en greint hefur verið frá því að fórnarlambið hafi verið bundinn við stól, stunginn með stálröri, hnífi og broti úr spegli. Þá hafi ristar hans verið brotnar.

Manninum tókst að flýja árásarmennina og gera vart við sig með því að brjóta rúðu í nærliggjandi húsa. Við það virðist maðurinn hafa skorist illa með þeim afleiðingum að mikið blæddi úr slagæð á handleggnum. Var mönnunum sleppt úr gæsluvarðhaldi einmitt vegna þess að ekki lá fyrir hvort alvarlegasti áverkinn væri af völdum árásarmannanna eða vegna rúðunnar sem brotnaði.

Faðir mannsins er ómyrkur í máli í samtali við Vísi og segir að mennirnir hafi reynt að drepa son hans. Ekki hafi verið um neina innheimtu að ræða heldur hreinræktað rán.

„Sonur minn er fenginn til að koma í Vatnagarða þar sem einn árásarmannanna bjó. Þá er hann tekinn, negldur niður í stól og það var búið að undirbúa þetta. Þetta er bara rán, hann skuldaði þessum mönnum ekki neitt. Þeir voru næstum búnir að drepa hann,“ segir hann í viðtalinu við Vísi en sonur mannsins og annar árásarmannanna eru æskuvinir og voru saman í grunnskóla í Garðabæ.

Nánar er rætt við föðurinn á vef Vísis og einnig við Grím Grímsson yfirlögregluþjón um gang rannsóknarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast