fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Viðurkennir að hafa nánast lagt Ronaldo í einelti – „Hann grét næstum því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 09:15

Ronaldo / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand viðurkennir að hann hafi stundum farið illa með Cristiano Ronaldo á æfingasvæðinu þegar sá síðarnefndi var að stíga sín fyrstu skref með Rauðu djöflunum.

Portúgalinn kom til Manchester 18 ára gamall frá heimalandinu. Hann kom inn í búningsklefa með goðsögnum og segir Ferdinand það hafa komið í hlut reynslumeiri leikmanna að gera Ronaldo kláran í ensku úrvalsdeildina og hörkuna sem henni fylgir.

„Ég og Quinton Fortune stríddum honum mikið. Hann var miklu yngri en við. Stundum var þetta kannski hreint og beint einelti en við vorum að reyna að byggja hann upp.“

GettyImages

Þá segir Ferdinand að hann hafi oft farið illa með Ronaldo í borðtennis.

„Við spiluðum oft fyrir æfingar sem hluti af upphitun. Ég rústaði honum. Hann sigraði mig líka. Við vorum númer eitt og tvö, eins og Federer og Nadal. Ef þessu hefði verið sjónvarpað hefðu met verið slegin. Hann grét stundum næstum því, með svo mikið keppnisskap.“

Ronaldo vann þrjá Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu áður en hann fór frá United til Real Madrid árið 2009 fyrir 80 milljónir punda, þá metfé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Í gær

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða