fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Viðurkennir að hafa nánast lagt Ronaldo í einelti – „Hann grét næstum því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 09:15

Ronaldo / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand viðurkennir að hann hafi stundum farið illa með Cristiano Ronaldo á æfingasvæðinu þegar sá síðarnefndi var að stíga sín fyrstu skref með Rauðu djöflunum.

Portúgalinn kom til Manchester 18 ára gamall frá heimalandinu. Hann kom inn í búningsklefa með goðsögnum og segir Ferdinand það hafa komið í hlut reynslumeiri leikmanna að gera Ronaldo kláran í ensku úrvalsdeildina og hörkuna sem henni fylgir.

„Ég og Quinton Fortune stríddum honum mikið. Hann var miklu yngri en við. Stundum var þetta kannski hreint og beint einelti en við vorum að reyna að byggja hann upp.“

GettyImages

Þá segir Ferdinand að hann hafi oft farið illa með Ronaldo í borðtennis.

„Við spiluðum oft fyrir æfingar sem hluti af upphitun. Ég rústaði honum. Hann sigraði mig líka. Við vorum númer eitt og tvö, eins og Federer og Nadal. Ef þessu hefði verið sjónvarpað hefðu met verið slegin. Hann grét stundum næstum því, með svo mikið keppnisskap.“

Ronaldo vann þrjá Englandsmeistaratitla og Meistaradeild Evrópu áður en hann fór frá United til Real Madrid árið 2009 fyrir 80 milljónir punda, þá metfé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta