fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

FC Bayern ætlar að láta á það reyna hvort Harry Kane sé til sölu í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 11:00

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FC Bayern ætlar sér að láta á það reyna að fá Harry Kane framherja Tottenham í sumar. Það er enska blaðið The Independent sem heldur þessu fram.

Bayern hefur áhuga á því að fá enska framherjann sem mun í sumar aðeins eiga eitt ár eftir af samningi sínum.

Óvissa er í kringum framtíð Kane og þá er algjörlega óvíst um það hver mun stýra Tottenham á næstu leiktíð, félagið er í þjálfaraleit.

Kane er 29 ára gamall og hefur alla tíð leikið með Tottenham en hann er á góðri leið með að verða markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Kane hefur einnig verið orðaður við Manchester United en hann er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og enska landsliðsins.

Bayern vantar framherja og er búist við að félagið láti til skara skríða á markaðnum í sumar, er Kane sagður efstur á blaði Thomas Tuchel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum