fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Frábær úrslit hjá íslenskum unglingalandsliðum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U16 lið kvenna vann 4-0 sigur gegn Ísrael í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament mótinu sem fram fer í Wales.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu þær Rakel Eva Bjarnadóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Katla Guðmundsdóttir og Hrefna Jónsdóttir.

Næsti leikur Íslands í mótinu og jafnframt sá síðasti er gegn Wales sunnudaginn 16. apríl og hefst hann klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Þá vann U16 lið karla 5-2 sigur gegn Armeníu í fyrsta leik sínum í UEFA Development Tournament sem fram fer á Möltu þessa dagana.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 eftir að Thomas Ari Arnarsson kom Íslandi yfir með marki á 21. mínútu.

Á mótinu eru reglurnar þannig að ef leik lýkur með jafntefli er farið beint í vítaspyrnukeppni. Bæði lið fá eitt stig fyrir jafnteflið og það lið sem vinnur sigur í vítaspyrnukeppninni fær eitt stig til viðbótar og því samtals tvö stig.

Ísland skoraði úr fjórum spyrnum en Armenía aðeins úr einni.

Mörk Íslands í vítakeppninni skoruðu þeir Haraldur Ágúst Brynjarsson, Freysteinn Ingi Guðnason, Þorri Heiðar Bergmann og Jónatan Guðni Arnarsson.

Næsti leikur liðsins er á laugardagsmorgun klukkan 09:00 gegn Eistlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum