fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Rússneski herinn með nýjan hvata fyrir hermenn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2023 08:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú stendur þig vel í vinnunni og nærð ákveðnum markmiðum færð þú kannski bónus. Núna er það þannig hjá rússneska hernum sem hefur reynt að sigrast á Úkraínumönnum í rúmlega eitt ár.

The New York Times segir að samkvæmt upplýsingum sem koma fram í leyniskjölum sem var nýlega lekið frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu komi fram að rússneski herinn hafi nýlega tekið upp bónusgreiðslur fyrir ákveðinn árangur á vígvellinum.

Fá hermennirnir greiddan bónus ef þeim tekst að eyðileggja skriðdreka sem NATO-ríki hafa sent Úkraínumönnum að undanförnu.

Þessar bónusgreiðslur eru liður í tilraun til að bæta móralinn og bardagalöngun hermannanna. Ekki fylgir sögunni hversu hár bónusinn er.

Einnig á að deila myndböndum, sem sýna þegar skriðdrekar frá NATO eru eyðilagðir eða herteknir af rússneskum hermönnum, grimmt á samfélagsmiðlum í þeirri von að það muni veikja baráttuanda og móral Úkraínumanna og Vesturlandabúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist