fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Segja þetta sönnun þess að Pútín óttist um líf sitt – Myndband

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2023 04:10

Pantsir loftvarnarkerfi nærri sumarhöll Pútíns. Mynd:Navalny Live

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er að sögn svo hræddur um líf sitt að hann hefur látið koma upp fullkomnu loftvarnarkerfi við höll sína í fjöllunum norðan við Sochi í suðurhluta Rússlands.

Þetta segja samtök Aleksei Navalny, stjórnarandstæðings sem situr nú í rússneskum fangabúðum vegna andstöðu hans við Pútín.

Samtökin birtu nýlega myndband á YouTube-rásinni Navalny Live þar sem fullkomið Pantsir S1-loftvarnarkerfi sést í fjalllendi.

Samtökin segja að loftvarnarkerfinu hafi verið komið fyrir nærri afgirtum glæsihúsum sem eru annars vegar 3.800 fermetrar og hins vegar 8.300 fermetrar. Á lóðinni er þyrlupallur og upphituð utanhússlaug.

Eigandi fasteignanna er gasfyrirtækið Gazprom en Pútín er sagður nota húsin sem einkasumarleyfisstað sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar