fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Segir að Rússar hafi skotið sjálfa sig í fótinn – Getur aukið spennuna á Norðurlöndum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. apríl 2023 04:15

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegt sjálfsmark. Fáránlegt. Heimskulegt og glæpsamlegt. Þetta er meðal þess sem sérfræðingar hafa sagt um innrás Rússa í Úkraínu. Ekki er annað að sjá en hún sé söguleg mistök því nú hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, tekist að valda því sem hann barðist gegn – Að NATO stækki til austurs og færist nær Rússlandi.

Nú eru það ekki bara Noregur, Eistland og Lettland sem eiga landamæri að Rússlandi sem NATO-ríki. Nýlega bættust 1.340 km við landamæri NATO og Rússlands þegar Finnar gengu í varnarbandalagið.

„Það hljóta einhverjir að vera með slæma timburmenn í Moskvu“, sagði Erik Kulavig, lektor emiritus við Syddansk Universitet í Danmörku, í samtali við TV2 um þessa þróun mála.

Poul Villaume, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum NATO og kalda stríðinu og prófessor emiritus við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að með hlutleysi sínu fram að þessu hafi Finnar lagt sitt af mörkum til ákveðins stöðugleika á Norðurlöndum. Nú breytist það mikið að hans sögn.

Nú séu flest ríkin við Eystrasalt meðlimir í NATO. Lítil spenna hafi verið á Norðurlöndunum á dögum kalda stríðsins en nú sé Eystrasalt orðið áhrifasvæði NATO og það hugnist Rússum lítt því aðalflotastöð austurflota þeirra eru í St Pétursborg.

„Eftir „sjálfsmark“ Rússa í Úkraínu og nýjustu viðbótina við NATO er hin afgerandi spurning: Hvernig verður NATO-aðild Finna og Svía? Sú sviðsmynd sem ég hef mestar áhyggjur af er að í Finnlandi og Svíþjóð verði komið upp herstöðvum með bandarískum hermönnum, kjarnorkuvopnum og flugskeytum. Á erfiðum tímum getur það leitt til mjög hættulegrar stöðu fyrir Norðurlöndin,“ sagði hann.

Hann sagði að óháð því hvort þetta gangi eftir, þá sé enginn vafi á að á næstu árum verði aukin hernaðarleg spenna á Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast