fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Opinbera verðmiðann á Bellingham – City og United enn með en Liverpool hefur gefist upp

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðmiðinn sem Borussia Dortmund hefur sett á Jude Bellingham fyrir sumarið er 130 milljónir punda. Þetta segir í enska götublaðinu The Sun.

Bellingham er aðeins 19 ára gamall en er einn besti miðjumaður heims og gífurlega eftirsóttur.

Englendingurinn hefur verið orðaður við mörg af stærstu félögum heims.

Liverpool var lengi vel eitt af þeim sem leiddu kapphlaupið en félagið hefur nú bakkað út og mun ekki fá Bellingham í sumar.

Á Englandi er hins vegar talið að Manchester City og United séu enn á höttunum á eftir leikmanninum, sem og Real Madrid á Spáni.

Fari Bellingham til Englands er ljóst að um met verður að ræða er kemur að félagaskiptum þangað. Dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur er Enzo Fernandez, sem kom til Chelsea frá Benfica á 106 milljónir punda í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona