fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sjáðu skelfilega umgengni gesta á salerni – Rústuðu klósettum og vaski

433
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar höguðu sér illa er liðið heimsótti Randers í leik liðanna í dönsku úrvalsdeildinni á mánudag.

Randers vann leikinn 1-0, en í byrjunarliði FCK var Hákon Arnar Haraldsson. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson á bekknum.

Eftir leik birti Randers færslu sem sýndi salerni á vellinum í skelfilegu ástandi eftir stuðningsmenn FCK.

„Kæru stuðningsmenn FCK, takk fyrir heimsóknina og andrúmsloftið sem þið sköpuðuð. En gerið það að sleppa því að skemma klósettin. Þið máttuð hoppa í stúkunni en…“ stóð í færslunni og voru myndir sem fylgdu.

FCK svaraði og fordæmdi verknaðinn.

„Okkur þykir mjög leitt að sjá þetta. Þetta er mjög heimskulegt. Við erum búin að ræða við stuðningsmannahópa okkar sem fordæma þessa hegðun. Við munum finna tvö klósett og vask og senda til Randers.“

Hér að neðan má sjá þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina