fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Sá moldríki borgaði þeim tvöfaldan bónus fyrir einn sigurleik – ,,Ótrúlegt en satt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. apríl 2023 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roman Abramovich, fyrrum eigandi Chelsea, gaf leikmönnum liðsins 50 þúsund pund í bónus eftir sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2004.

Þetta segir Wayne Bridge, fyrrum leikmaður Chelsea, en Abramovich hafði keypt enska félagið ári fyrr.

Leikmennirnir áttu upphaflega að fá 25 þúsund pund fyrir sigurinn en Rússinn samþykkti að borga enn meira eftir beiðni frá Adrian Mutu, framherja liðsins.

Athygli vekur að leikmenn Chelsea fengu peningana afhenta í seðlum en ekki inn á bankareikning.

,,Ég skora ekki mörg mörk en andrúmsloftið í búningsklefanum eftir leik var ótrúlegt,“ sagði Bridge.

,,Roman Abramovich lét sjá sig og allir voru hoppandi og skoppandi. Adrian Mutu heimtaði að fá tvöfaldan bónus og hann svaraði: ‘gjörðu svo vel.’

,,Við fengum tvöfaldan bónus. Við höfðum nú þegar fengið nógu stóran bónus, við þurftum ekki á þessu að halda en hann gerði þetta. Það er ótrúlegt en satt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar