fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Eyddi 3,5 milljónum í ferðalag eftir brottreksturinn – Athæfi hans um borð í flugvél vekur mikla athygli

433
Fimmtudaginn 6. apríl 2023 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter ákvað að skella sér með fjölskylduna til Maldíveyja eftir að hann var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea á dögunum.

Potter var rekinn eftir slæmt gengi Chelsea. Tap gegn Aston Villa var síðasti naglinn í kistu hans.

Fyrr á leiktíðinni hafði Chelsea borgað Brighton 22 milljónir punda fyrir að fá Potter til sín. Hann gerði langtímasamning og fjárhagslegt högg fyrir Lundúnafélagið því mikið.

Potter á, eins og gefur að skilja, nóg á milli handanna núna og skellti hann sér með fjölskylduna til Maldíveyja.

Samkvæmt breska götublaðinu The Sun eyddi Potter um 20 þúsund pundum í ferðina. Það jafngildir um þremur og hálfri milljón íslenskra króna.

Heimildamaður The Sun sem var með Potter í fyrsta farrými í fluginu til Maldíveyja segir að hann hafa skoðað símann sinn til að athuga hvernig fór hjá Chelsea og Liverpool á þriðjudag, en liðin gerðu markalaust jafntefli.

„Hann var ekki beint að opna kampavín um borð. Hann var nokkuð leiður,“ sagði heimildamaður.

„Hann lék sér við strákinn sinn og lagði sig líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona