fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ekki einhugur í stjórn KSÍ um brottrekstur Arnars Þórs

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. mars 2023 08:04

Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is var ekki einhugur í stjórn KSÍ sem fundaði í tvígang og komst að þeirri niðurstöðu að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi.

Stjórninn fundaði fyrst á miðvikudag og kom svo aftur saman í gær og ákvað þá að reka Arnar Þór úr starfi eftir tvo leiki í undankeppni Evrópumótsins.

Samkvæmt heimildum voru fleiri en einn aðili sem setti sig á móti þeirri ákvörðun að reka Arnar Þór. Hefur tímasetningin á brottrekstri hans vakið furðu margra.

Arnar Þór hafði verið valtur í sessi á síðasta ári en fékk traustið frá Vöndu Sigurgeirsdóttur og stjórn til að fara inn í nýja undankeppni.

Samkvæmt heimildum taldi Arnar Þór þó að brottrekstur gæti orðið niðurstaðan í vikunni eftir snubbótt samskipti við formann KSÍ eftir sigurinn á Liechtenstein en hún fór ekki í ferð landsliðsins vegna aðgerðar sem hún var í.

Aðeins Ívar Ingimarsson fór fyrir hönd stjórnar í verkefnið á dögunum þar sem liðið tapaði illa gegn Bosníu en vann frækinn sigur á Liechtenstein. Var talið að Arnar Þór fengið hið minnsta verkefnið í júní áður en staðan yrði skoðuð. Stjórn KSÍ komst hins vegar að annari niðurstöðu.

Ívar átti í afar litlum samskiptum við þjálfarateymið á meðan verkefninu stóð samkvæmt sömu heimildum.

„Ég skil gagnrýnina á tímasetninguna. En þegar stjórnin hefur ekki trú og traust og við höldum ekki að þjálfarinn sé rétti maðurinn þá verðum við að taka svona ákvörðun,“ sagði Vanda í gær

Arnar var allt annað en vinsæll hjá íslensku þjóðinni. Hafði það eitthvað með ákvörðun Vöndu og stjórnarinnar að gera?

„Við erum í þessu samfélagi og við heyrum þetta allt saman. Í raun var þetta svona frá byrjun, frá því hann var ráðinn. Hann er ekki öfundsverður af þessu. Ég myndi samt ekki segja það. Þetta snýst meira um þá trú sem við höfum. Við teljum að við þurfum annan þjálfara til að ná markmiðum okkar. Trúin á að Arnar væri rétti maðurinn var ekki lengur til staðar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag