fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Búið að bola síðasta þolanda séra Gunnars úr Digraneskirkju

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. mars 2023 09:29

Séra Gunnar Sigurjónsson fær ekki að snúa aftur til starfa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að mál séra Gunnars Sigurjónssonar, þáverandi sóknarprests í Digraneskirkju, kom upp árið 2021 hefur skýr starfsmannahreinsun átt sér stað í kirkjunni.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir Sunnu Dóru Möller, presti, í umfjöllun um málið í dag.

Það var 2021 sem sex konur, þar á meðal Sunna, sökuðu Gunnar um einelti, kynbundið ofbeldi og kynferðislega áreitni.

Óháð teymi þjóðkirkjunnar staðfesti í lok síðasta árs að Gunnar hefði gerst sekur um tíu brot. Átta þeirra varða einelti og tvö kynbundið ofbeldi og orðbundna kynferðislega áreitni. Fær Gunnar ekki að snúa aftur til starfa.

„Organistinn er síðasti þolandinn sem fær að fjúka úr Digranesi og hefur þá orðið algjör og fordæmalaus hreinsun á starfsfólki innan kirkjunnar sem stóð að baki skýrslunni gegn Gunnari, ásamt konum sem voru á hliðarlínunni með tengsl við annars konar ofbeldismál gegn til dæmis núverandi sóknarnefndarformanni,“ hefur Fréttablaðið eftir Sunnu sem vísar þarna til Valgerðar Snæland Jónsdóttur, formanns sóknarnefndar kirkjunnar.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú