Í nótt léku Bandaríkin við El Salvador í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku.
Matt Turner, markvörður Arsenal, stóð á milli stanganna í 1-0 sigri Bandaríkjanna. Eina mark leiksins skoraði Ricardo Pepi eftir rúma klukkustund.
Eiginkona Turner er ólétt og eftir leik opinberaði hann kynið á barninu með því að sparka í einnhvers konar fótbolta. Það kom í ljós að þau eiga von á stelpu.
It’s a girl!
Matt Turner reveals the latest addition to his family 👨👩👧👦 pic.twitter.com/Epq531qj7r
— B/R Football (@brfootball) March 28, 2023
Það var sýnt frá þessu í beinni útsendingu.
Turner gekk í raðir Arsenal í sumar. Hann er varaskeifa fyrir Aaron Ramsdale en hefur fengið að spila flesta leiki liðsins í Evrópudeildinni og bikarkeppnum.