fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Eyjan
Sunnudaginn 26. mars 2023 11:30

Heimir Karlsson. Mynd: Stefán Karlsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Karlsson, annar stjórnandi morgunþáttar Bylgjunnar, Bítið, spyr hvers vegna svo margir þjóðþekktir og áhrifamiklir einstaklingar séu að ræða málefni Eddu Falak og Frosta Logasonar en ekki mál sem hann telur vera margfalt brýnna fyrir þjóðina: 100% hækkun óverðtryggðra húsnæðislána á aðeins tveimur árum. Með þessum hækkunum sé fólki haldið í hálfgerðri ánauð.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu í gær en þar segir Heimir:

„Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr hinu svokallaða Eddu/Frosta-máli og þeim skoðunum sem þar eru settar fram, en ég undrast hveru margir og hversu margir þjóðþekktir og áhrifamiklir einstaklingar tjá sig mikið um þetta mál, en láta sig lítið eða engu varða þá staðreynd að hér er fólk í hálfgerðri ánauð sem birtist t.d. í 100% hækkun óverðtryggðra húsnæðislána á aðeins 2 árum! Samskonar vandamál sem hefur endurtekið sig í áratugi og látið viðgangast!“

Heimir kallar eftir því að málsmetandi fólk setji kraft í að skapa þrýsting varðandi mál sem raunverulega skipta almenning máli. Hann spyr hvers vegna svo gífurlegri hækkun á húsnæðislánum sé tekið þegjandi og hljóðalaust:

„Persónulega þætti mér betra ef fólk setti sama kraft og baráttuþrek einnig í að þrýsta á og heimta að koma lagi á málin sem skipta almenning raunverulegu máli, sem gerði okkar samfélag réttlátara og sanngjarnara að búa í.

Að afborgun af húsnæðislánum aukist frá 50% til 100% á aðeins tveimur árum! Hvar væri því tekið þegjandi nema hér? Hvar myndi það gerast í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Ég er ekki einu sinni viss að í undirheimum myndi slíkt vera liðið!

Það er eitthvað stórkostlegt að en enginn virðist vita nákvæmlega hvert vandamálið er svo við látum það bara ,,slæda“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“