Antonio Conte er áfram á Ítalíu og er ekki að stýra æfingum hjá Tottenham. Félagið er að reyna að reka hann úr starfi.
Aðstoðarmaður hans Cristian Stellini stýrir æfingum.
Conte hefur ekki liðið vel í starfi undanfarið og látið leikmenn og aðra heyra það, leikmenn liðsins vilja margir losna við hann.
Ef Tottenham rekur Conte er talið næsta víst að Ryan Mason stýri liðinu út tímabilið.
Tottenham er ekki í tímaþröng því næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 3 apríl vegna landsleikja sem nú fara fram.
Conte er á sínu öðru tímabili í starfi en samningur hans er á enda í sumar og því er ljóst að framtíð hans er ekki hjá Tottenham.