fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Sjáðu atvikið: Fær á sig þungan dóm fyrir óhugnalegt athæfi

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfandi á leik PSV og Sevilla í Evrópudeildinni á dögunum hefur verið settur í 40 ára bann frá því að mæta á leiki fyrir að hafa ráðist á markvörð Sevilla á meðan á leiknum stóð.

Atvikið átti sér stað er liðin mættust í síðasta mánuði en áhorfandinn hljóp inn á völlinn og að Marko Dmitrovic og réðst á hann.

Dmitrovic náði að snúa umræddan áhorfanda niður á jörðina áður en öryggisverðir vallarins mættu á svæðið og fóru með hann burt.

Auk 40 ára bannsins frá því að mæta á leiki hefur áhorfandinn einnig fengið á sig þriggja mánaða fangelsisdóm. Þá er honum bannað að koma í námunda við leikvang PSV í tvö ár.

Nú hefur einnig komið í ljós að umræddur maður var nú þegar í banni frá því að mæta á völlinn. Hann komst inn á leikvanginn með því að nota miða sem vinur hans hafði keypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum framherji United liggur á sjúkrahúsi – Rifbein brotnuðu og lungun féllu saman

Fyrrum framherji United liggur á sjúkrahúsi – Rifbein brotnuðu og lungun féllu saman
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“