Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Frá þessu greinir leikmaðurinn í yfirlýsingu.
Özil hefur átt flottan feril, bæði með félagsliðum og landsliðum og er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid sem og Arsenal.
Hann lauk ferli sínum hjá tyrkneska félaginu Istanbul Basaksehir.
„Þetta hefur verið magnað ferðalag,” skrifar Özil meðal annars í yfirlýsingu sinni þar sem hann þakkar einnig öllum þeim liðum sem hann hefur spilað með.
Þrálát meiðsli, sem Özil hefur verið að glíma við undanfarin ár, hafa mikið að segja í ákvörðun.