fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Stefnir í kjötskort á næstu árum innanlands

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2023 09:00

Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu árum stefnir í skort á íslensku, svína-, nautgripa- og kindakjöti. Þetta er mat Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Steinþóri að hann dragi þess ályktun af kjötframleiðslu síðasta árs og því að lifandi gripum í landinum fer fækkandi.

Meginástæðuna segir hann vera að afkoma í kjötframleiðslu standi ekki undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er og viðhaldi framleiðslumagns. Þetta kom fram á aðalfundi SS að sögn Morgunblaðsins.

Sagði Steinþór einnig að of margar afurðastöðvar séu í landinu og séu þær óhagkvæmar í rekstri. Ekki hafi fengist heimild með lögum til að hagræða í slátrun og vinnslu eins og gert hafi verið í mjólkuriðnaði.

Hann tók sem dæmi að í Danmörku slátri tveir aðilar öllum svínum frá svínaræktendum landsins og geti þessi fyrirtæki lækkað kostnað sinn verulega. Annað þessara fyrirtækja er stórtækt í útflutningi svínakjöts hingað til lands.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ