fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Stal bifreið og ók á tvær aðrar – Ógnaði fólki með hnífi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 05:22

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær var ökumaður handtekinn í Laugardalshverfi. Hann er grunaður um að hafa stolið bifreið, ekið henni á tvær aðrar, að hafa verið undir áhrifum vímuefna og að hafa stungið af frá vettvangi óhappsins. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum var maður handtekinn á bar í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Tilkynnt hafði verið að hann væri að ógna fólki með hníf. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á ellefta tímanum var tilkynnt um eignaspjöll í Garðabæ. Þar höfðu nokkrir aðilar skemmt bifreið með því að berja hana með hafnaboltakylfu að sögn sjónarvotts.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Fjármunum var stolið úr sjóðvél verslunar í Hafnarfirði í gærkvöldi.

Í Kópavogi var brotist inn í verslun í nótt og sjóðvél og posa stolið. Meintur innbrotsþjófur var handtekinn skömmu síðar. Þýfið fannst hjá honum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholti var brotist inn í verslun og reynt að komast að sjóðvélinni en án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“