fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Grátbiðja Pútín – Hættu að senda mennina okkar til slátrunar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 08:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir í einu eru óþjálfaðir rússneskir hermenn sendir „til slátrunar“ á vígvellinum í Úkraínu þar sem Úkraínumenn eru oft miklu fleiri. Þetta segir hópur rússneskra kvenna í myndbandi þar sem þær grátbiðja Vladímír Pútín um að hleypa mönnunum heim.

Myndbandið var birt á Telegram að sögn CNN sem segir að í myndbandinu sjáist hópur kvenna, sem eru giftar rússneskum hermönnum eða mæður hermanna, standa þétt saman og halda á skilti.

„Mennirnir okkar eru sendir á vígvöllinn eins og lömb sem á að slátra. Fimm í einu á móti 100 þungvopnuðum hermönnum andstæðingsins,“ segir ein kona í myndbandinu.“

Eftir hvern ósigurinn á fætur öðru í Úkraínu greip Pútín til herkvaðningar í september þar sem 300.000 menn voru kvaddir í herinn, þar á meðal menn þessara kvenna.

Þegar mennirnir voru sendir á vígvöllinn höfðu þeir aðeins fengið nokkurra daga þjálfun.

Erlendir fjölmiðlar hafa áður skýrt frá því að hermennirnir hafi verið sendir á vígvöllinn illa búnir og nær matarlausir. Einnig hafa borist fréttir af slagsmálum og ölvun meðal herkvöddu mannanna.

Ekkert bendir til að herkvöddu mennirnir fái að snúa heim á næstunni því heimildir úr innsta hring Pútíns herma að hann sé reiðubúin til að standa í stríði árum saman til að ná markmiði sínu um að ná Kyiv á sitt vald. Hann er sagður hafa í hyggju að kalla 500.000 menn til viðbótar í herinn en því hefur hann neitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast