fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Albert Brynjar leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason hefur tilkynnt að knattspyrnuskórnir séu komnir upp á hilluna.

Hinn 37 ára gamli Albert var síðast á mála hjá uppeldisfélaginu Fylki en tókst ekki að spila leik með liðinu er það tryggði sér sæti í deild þeirra bestu síðasta sumar.

Einnig hefur Albert leikið með Kórdrengjum, Fjölni, FH, Val og Þór í meistaraflokki.

Albert á að baki 219 leiki í efstu deild og skoraði hann í þeim 70 mörk. Í B-deild skoraði hann 25 mörk í 57 leikjum.

„Er gríðarlega þakklátur fyrir ferilinn og öllum þeim sem ég kynntist í gegnum fótboltann.

Fótboltinn á Íslandi er einstakur að mínu mati, fólkið á bakvið félögin eru í þessu útaf ást fyrir sínum klúbbi og ekkert annað og leggur á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir sín félög og hef ég í öllum þeim klúbbum sem ég hef spilað fyrir fundið fyrir því og borið mikla virðingu fyrir því og er þakklátur fyrir það hvernig hefur verið komið fram við mig hjá þeim liðum,“ segir meðal annars í tilkynningu Alberts.

Færsla Alberts í heild
Eftir síðasta bakslag er nokkuð ljóst að fótboltinn er búinn.

Er gríðarlega þakklátur fyrir ferilinn og öllum þeim sem ég kynntist í gegnum fótboltann.

Fótboltinn á Íslandi er einstakur að mínu mati, fólkið á bakvið félögin eru í þessu útaf ást fyrir sínum klúbbi og ekkert annað og leggur á sig mikla og óeigingjarna vinnu fyrir sín félög og hef ég í öllum þeim klúbbum sem ég hef spilað fyrir fundið fyrir því og borið mikla virðingu fyrir því og er þakklátur fyrir það hvernig hefur verið komið fram við mig hjá þeim liðum.

Maður hefur upplifað margt á þessum ferli, Evrópukeppnir, Íslandsmeistaratitil, að falla, komast upp nokkrum sinnum.
Í heildina algjör veisla!

Að kveðja mitt fólk í árbænum inn á vellinum með Fylki síðasta sumar hefði verið draumurinn og var ég grátlega nálægt því en í heildina er ég heppinn hvað ég fékk mörg ár í þessari íþrótt sem ég elska svo mikið.

FYLKIR – ÞÓR AK – VALUR – FH – FJÖLNIR – KÓRDRENGIR.

Takk fyrir mig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“