fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Birkir Bjarna reynir að rifta í Tyrklandi – „Vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. mars 2023 11:19

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Bjarnason er að reyna að rifta samningi sínum við Adana Demirspor í Tyrklandi og hefur ekki spilað með liðinu undanfarnar vikur.

Birkir er sökum þess ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem Arnar Þór Viðarsson valdi fyrir komandi verkefni.

„Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma,“ segir Arnar Þór.

Meira:
Landsliðshópur Íslands – Albert Guðmundsson og Birkir Bjarnason ekki í hópnum

Birkir er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands og Arnar vonast til þess að hann komi aftur inn í hópinn.

„Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni. Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Í gær

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?